Wikileaks: Íslenskir karlmenn seldu aðgang að erlendum eiginkonum 8. desember 2010 11:21 Björn Bjarnason talaði niður vandann þegar hann var dómsmálaráðherra, að mati starfsmanna bandaríska sendiráðsins Mynd: Vilhelm Gunnarsson Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali. WikiLeaks Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Erlendar konur sem fluttu frá heimalandi sínu til að hefja nýtt líf með íslenskum eiginmanni búa sumar hverjar í aðstæðum sem helst má líkja við þrælahald. Þetta kemur fram í gögnum bandaríska sendiráðsins sem fréttastofa hefur undir höndum og Wikileaks hefur boðað birtingu á.Svaf bara í fjóra tíma á nóttu Kínversk kona sem flutti hingað til lands til að giftast íslenskum manni þurfti að sinna þremur störfum til að sjá fyrir eiginmanninum sem hætti sjálfur í sinni vinnu þegar þau höfðu gift sig. Konan náði aðeins að sofa í fjóra tíma á nóttu og fékk á endanum taugaáfall. Samstarfsmaður hennar á einum vinnustaðnum aðstoðaði hana við að fá ókeypis lögfræðiaðstoð og skilja við eiginmanninn.Seldu aðgang að eiginkonunni Í gögnum sendiráðsins er vitnað í orð lögfræðings hjá Alþjóðahúsi sem þekkir fjölda dæma þar sem „mjög fallegar" konur á þrítugsaldri frá Austur-Evrópu flytja til Íslands til að giftast karlmönnum á sextugsaldri sem virðast líta á konurnar sem eins konar stöðutákn. Margar þessara kvenna vinna afar langan vinnudag en eiginmennirnir hirða launin þeirra. Sumir mennirnir ganga jafnvel svo langt að selja öðrum karlmönnum aðgang að eiginkonum sínum í kynferðislegum tilgangi. Bandaríska sendiráðið virðast hafa verið að afla gagna um mögulegt mansal á Íslandi og komst Wikileaks yfir nokkurn fjölda skjala því tengdu. Þau gögn sem hér er vísað til eru unnin fyrri hluta árs 2006. Talaði vandann niður Þar kemur einnig fram að Alþingi samþykkti árið áður lög þar sem gerðar eru auknar kröfur til vinnumiðlana sem ráða til sín erlent vinnuafl þannig að réttindi starfsmanna séu í hávegum höfð. Starfsmenn sendiráðsins meta það sem svo að pólitískur vilji vil að takast á við mögulegt mansal sé ekki mikill og vísa þeir sérstaklega til þess að Björn Bjarnason, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, hafi gert lítið úr vandanum. Þannig hafi Björn talað niður möguleikann á því að áhættuhópar, svo sem farandverkamenn og starfsfólk í kynlífsiðnaði, sé misnotað af vinnuveitendum sínum hér á landi. Yfirvöld í afneitun Niðurstaðan í þessum gögnum bandaríska sendiráðsins er að þar sem á þessum tíma hafi aldrei komið til dómsmál vegna mansals hér á landi sé mögulegt að mansal sé ekki vandamál. Þeir útiloka þó ekki að ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að yfirvöld séu í afneitun. Þess má geta að síðan þessar skýrslur eru unnar hafa íslensk yfirvöld vaknað til meðvitundar um mansal hér á landi og í mars á síðasta ári kynnti ríkisstjórnin yfirgripsmikla aðgerðaáætlun gegn mansali.
WikiLeaks Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira