Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Pamela hafði rangt fyrir sér

Hundurinn Pamela fékk tækifæri til þess að sýna spádómsgáfu sína í Sunnudagsmessunni um s.l. helgi. Þar giskaði hún á úrslitin í leik Liverpool og Aston Villa. Pamela spáði Aston Villa sigri á útivelli og þar hafði hún rangt fyrir sér þar sem að Liverpool sigraði örugglega, 3:0.

Í myndbandinu má sjá tilþrifin hjá Pamelu en hún fær annað tækifæri í næstu Sunnudagsmessu þar sem hún mun spá fyrir um úrslitin í leik Manchester United gegn Arsenal sem fram fer á mánudaginn.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×