Enski boltinn

De Jong: Við verðum að skora meira ef við ætlum að vinna titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel de Jong fagnar einu af mörkum Manchester City í vetur.
Nigel de Jong fagnar einu af mörkum Manchester City í vetur. Mynd/AFP
Nigel de Jong, hollenski miðjumaðurinn hjá Manchester City, segir að liðið verði að fara að skora fleiri mörk ætli það sér að halda sér í baráttunni um enska meistaratitilinn. City er sem stendur í fjórða sæti, þremur stigum á eftir toppliði Arsenal.

„Við erum með sterkt lið og höfum sýnt það að við erum gott lið sem getur spilað flottan fótbolta," sagði Nigel de Jong.

„Það eina sem vantar er að við erum ekki að skora nógu mikið af mörkum og þá sérstaklega á heimavelli," sagði de Jong.

Manchester City vann 1-0 sigur á Bolton um síðustu helgi en máttu þakka fyrir öll þrjú stigin eftir að Aleksandar Kolarov var rekinn útaf í seinni hálfleik.

„Við getum bara kent okkur sjálfum um. Ef þú nýtir ekki góða frammistöðu með því að skora mörk þá lendir þú bara í slæmum aðstæðum, einkum á lokamínútunum ef eitthvað kemur upp á eins og rautt spjald," sagði hollenski varnartengiliðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×