Viðskipti innlent

Óvíst hvort tekst að ganga frá Icesave samkomulagi í dag

Sigríður Mogensen skrifar

Óvíst er hvort takist að ganga frá samkomulagi vegna Icesave í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Samninganefndir Íslands, Bretlands og Hollands sitja nú á fundi í London og reyna að greiða úr þeim fáu ágreiningsatriðum sem standa út af borðinu en ljóst er að talsverður þrýstingur er á nefndirnar að ljúka störfum sem fyrst.

Utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð á fund klukkan sjö í kvöld til að ræða stöðu málsins, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir fundi í nefndinni í byrjun vikunnar.

Drög að Icesave samkomulagi hafi legið fyrir í nokkurn tíma, en fréttastofa greindi frá þeim um miðjan nóvember. Frá þeim tíma hefur tekist að fækka ágreiningsatriðum en enn standa nokkur út af borðinu, eins og áður sagði.

Á fund utanríkismálanefndar mæta fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og efnahags - og viðskiptaráðherra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×