Viðskipti erlent

Ísland nýtur góðs af lækkun færslugjalda Visa

Visa Europe og framkvæmdastjórn ESB hafa náð samkomulagi í málaferlum stjórnarinnar gegn kortafélaginu vegna hringamyndunnar. Samkomulagið felur í sér að Visa mun héðan í frá nota eitt færslugjald fyrir alla kaupmenn og neytendur níu landa í ESB og EES þar á meðal Íslendinga. Gjaldið verður 0,2% af úttektarupphæð héðan í frá.

Í frétt um málið á Reuters segir að samkomulagið sé lagalega bindandi og muni gilda næstu fjögur árin. Löndin sem hér um ræðir eru, auk Íslands, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía. Luxemborg, Malta, Holland og Svíþjóð.

Framkvæmdastjórnin höfðaði mál gegn Visa Europe á síðasta ári þar sem hún taldi að með færslugjöldum sínum væri Visa að koma í veg fyrir samkeppni milli banka. Nú er búið að fella málssóknina niður en talið er að samkomulagið muni lækka færslugjöldin hjá kaupmönnum og neytendum um 30% til 60%.

Visa Europe segir að breyting þesi muni auðvelda evrópskum neytendum að borga fyrir vörur utan heimalands síns.

MasterCard lækkaði færslugjöld sín í apríl s.l. af sömu ástæðu og Visa gerir það núna. Hinsvegar hefur MasterCard leitað til dómstóla síðan til að fá lögformlega ákvörðun í málinu. Bæði þessi kortafyrirtæki gengu frá svipuðu samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum í október s.l. en þar voru þau einnig ákærð fyrir hringamyndun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×