Handbolti

Anna Úrsúla: Er eins og smátittur í vörninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að varnarleikurinn hafi verið mikið til umræðu eftir leikinn gegn Króatíu og að þær ætli sér að bæta hann mikið fyrir næstu leiki.

Ísland tapaði fyrir Króatíu, 35-25, á EM í handbolta í gær og mæta sterku liði Svartfjallalands á morgun.

„Það var farið vel yfir það sem gekk upp og gekk ekki. Við ætlum að taka með okkur það sem gekk vel og nýta í næstu leiki. Þetta er bara byrjunin hjá okkur og það er undir okkur komið að mæta vel í næsta leik," sagði Anna Úrsúla við Vísi í dag.

„Þær eru miklu stærri og sterkari en við og mér leið stundum eins og smátitti í vörninni. Við verðum að vera miklu duglegri að fara út og brjóta á skyttunum og stoppa flæðið í sóknarleiknum. Það ætluðum við að gera í gær en gerðum einfaldlega ekki. Það var rætt um að taka þann þátt í gegn."

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×