Button hissa á hörðum stigaslag 8. apríl 2010 10:30 Jenson Button hefur fagnað sigri í einu móti af þremur og er meðal þeirra sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn." Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Breski meistarinn Jenson Button kveðst hissa á því hve hörð barátta er um meistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Hann telur að stöðugleiki munu ráða úrslitum, jafnvel þó vægi sigurs gefi mörg aukastig umfram annað sætið. Hann ræddi málin á vefsíðu sinni. Sjö ökumenn eru í þéttum hóp í stigakeppninni. Felipe Massa er með 39 stig, og Fernando Alonso og Sebastian Vettel eru með 37, Nico Rosberg og Jenson Button 35 og Lewis Hamilton 31. Þá er Robert Kubica með 30 og þar sem fyrsta sætið gefur 25 stig og annað 18, þá er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. "Það er jafnt á toppnum og það sýnir sig í fyrstu þremur mótunum að það skiptir máli að vera stöðugur í stigamótinu, ekki bara sá fljótasti", sagði Button. Þrír mismunandi ökumenn hafa unnið í fyrstu þremur mótum ársins. Fyrst varð það Alonso, svo Button og Vettel. "Staðan kemur mér á óvart. Ég er ekki sá eini sem taldi að nýja stigakerfið myndi launa þeim fljótasta, fremur en þeim sem safna stigum á stöðugan hátt. Mér er sagt að staðan á toppnum væri sú sama ef gamla stigakerfið væri notað og það er áhugvert. Ég held að það muni taka nokkur mót að skilja kosti og galla nýja kerfisins. En stöðugleiki skiptir máli." Button telur að hléið sem ökumenn fá núna fram að næsta móti eftir rúma átta daga sé kærkomið og menn geti lagað bíla sína fyrir komandi átök. Sjálfur flaug hann frá Malasíu til Englands til að prófa McLaren bílinn í ökuhermi og ætlar síðan til Japan, að hitta japanska kærustu sína og loks Kína um aðra helgi. "Það sem er skemmtilegast fyrir mig er að ég finn ég er á frábærum bíl, sem ég er enn að læra á og skilja. Ég hlakka til þess sem koma skal í næstu sex eða átta mótum. Þá sjáum við hver staða okkar verður fyrir lokaslaginn um titilinn."
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira