,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær.
Um er að ræða stefnu Glitnis gagnvart Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra bankans og svo Pálma Haraldssonar auk þriggja lykilstarfsmanna bankans.
Málið er ekki til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara samkvæmt Smugunni.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir við smuguna að málið hljóti að verða rannsakað sem sakamál ef menn hafi misnotað aðstöðu sína með þessum hætti.
Hægt er að lesa frétt Smugunnar hér.