McLaren ekkert að svindla í Tyrklandi 8. júní 2010 11:24 Lewis Hamilton og Jenson Button á ferð í mótinu í Tyrklandi. mynd: Getty Images McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu. Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren beitti ekki neinskonar liðsskipunum í tyrkneska kappakstrinum á dögunum til að breyta því hvort Lewis Hamilton eða Jenson Button ynni mótið. Hamilton kom fyrstur í mark á undan Button. Frægt varð í mótinu þegar Mark Webber og Sebastian Vettel klúðruðu því að koma mögulega fyrstir í mark, eftir að þeir lentu í árekstri í 40. hring mótsins. Samkvæmt heimildum autosport.com þá ræddu menn hvað hefði verið í gangi eftir að formula1.com birti myndskeið úr kappakstrinum þar sem Lewis Hamilton er sagt í talkerfinu að hann geti hægt á, án þess að Jenson Button reyni framúrakstur á hann, eftir að Hamilton náði forystu. Slíkt gæti túlkast sem liðsskipun. Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, þar sem hyglað er að öðrum ökumanninum til að breyta stöðu móta. Slíkt er þó haft í huga í lokamótum, þegar meistaratitil er í húfi. Forsvarsmenn McLaren hafa neitað því að skipun um að spara dekk og bensín hafi verið óbein liðsskipun í mótinu. Til marks um stöðu Hamilton þá hafði hann bara bensín í einn hring í viðbót, eftir að hann kom í endamark, svo tæpur var hann. Button fór síðan framúr Hamilton, eftir að Hamilton hafði hægt verulega á í 48. hring í gegnum erfiðan beygjukafla sem reynir mikið á framdekk, en Hamilton sneri á Button á ný með hörku framúrakstri. Hamilton hafði ekið 2,5 sekúndum hægar í þessum hring. Fróðir menn spáðu í hvort hyglað hefði verið að Button með því að segja Hamilton að hann reyndi ekki framúrakstur. Autosport grennslaðist fyrir um hvað hefði verið í gangi og segir að samkvæmt þeirra kokkabókum að engar liðsskipanir hafi verið gefnar um að Button ætti eða ekki að reyna framúrakstur til að breyta því hvor ynni. Menn hafði kannski frekar haft áhyggjur af bensínmagni bílanna á þeirri stundu sem málin voru rædd í talkerfinu.
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira