Lífið

Dánarbú Michael deilir við fjölskylduna um tónleika

Joe Jackson ætlar að halda minningartónleika um son sinn en dánarbú sonarins hefur ekki gefið leyfi fyrir þeim.
Joe Jackson ætlar að halda minningartónleika um son sinn en dánarbú sonarins hefur ekki gefið leyfi fyrir þeim.
Lögfræðingur dánarbús Michaels Jackson hefur lýst því yfir að minningartónleikar um Michael séu haldnir í óþökk þess. Lögfræðingurinn segir dánarbúið aldrei hafa gefið samþykki sitt en það á öll réttindi, myndir og annað sem tengist Jackson.

The Forever Michael-tónleikarnir eiga að fara fram á Beverly Hills-Hilton hótelinu þann 26. júní, nákvæmlega ári eftir að Jackson hvarf á vit feðra sinna en fjölskylda Jackson skipuleggur þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.