Enski boltinn

Liverpool mun hafa samband við Fulham vegna Hodgson

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Fulham.
Roy Hodgson, stjóri Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Liverpool muni hafa samband við Fulham með það fyrir augum að fá að ræða við Roy Hodgson um að taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Rafa Benitez hætti hjá Liverpool í síðustu viku og fullyrða enskir fjölmiðlar að Hodgson sé sá líklegasti til að taka við af honum.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við starfið eru Louis van Gaal, stjóri Bayern München, og Harry Redknapp hjá Tottenham.

Þá fullyrðir götublaðið The Sun að Kenny Dalglish hafi lýst yfir áhuga á að taka við starfinu en hann var stjóri Liverpool frá 1985 til 1991 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×