Fótbolti

Rafael van der Vaart: Mjög skrýtinn leikur fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael van der Vaart skömmu áður en hann fékk að líta rauða spjaldið.
Rafael van der Vaart skömmu áður en hann fékk að líta rauða spjaldið. Mynd/AP

Rafael van der Vaart, Hollendingurinn snjalli hjá Tottenham, fékk að upplifa allan tilfinningaskalann í leik Tottenham og Twewnte á White Hart Lane í kvöld. Tottenham vann leikinn 4-1 þrátt fyrir að Hollendingurin hafi verið rekinn útaf á 61. mínútu.

Rafael van der Vaart kórónaði með því ótrútlegan leik því hann hafði áður látið verja frá sér vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks og skoraði síðan frábært mark í upphafi þessi síðari.

„Ég var hræddur um að við myndum ekki vinna leikinn eftir að ég fékk rauða spjaldið en strákirnir í liðinu spiluðu frábærlega," sagði Rafael van der Vaart eftir leikinn.

„Þetta var mjög skrýtinn leikur fyrir mig og að upplifa þetta allt í sama leiknum. Ég hef aldrei spilað svona leik áður," sagði Rafael van der Vaart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×