Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar 29. september 2010 06:00 Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. Lífeyrissjóðirnir eiga nú að sögn um 450 milljarða í erlendum gjaldeyri sem mun líklega ekki ávaxtast vel næstu misserin, a.m.k. ekki í íslenskum krónum. Gengi erlendra gjaldmiðla mun líklega lækka næstu misserin og veruleg óvissa er á erlendum mörkuðum. Ekki er þó fýsilegt fyrir lífeyrissjóði að flytja þetta fé til landsins þar sem fjárfestingarmöguleikar hér eru mjög takmarkaðir og óvissir. Ég legg því til að lífeyrissjóðirnir kaupi Blönduvirkjun af Landsvirkjun og borgi fyrir í erlendum gjaldeyri. Landsvirkjun noti söluverðið til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Lífeyrissjóðirnir fengju afsal fyrir virkjuninni en gerðu samning til t.d. 15 ára við Landsvirkjun um að reka virkjunina og kaupa af henni orku á umsömdu verði sem tryggði viðunandi ávöxtun. Að 15 árum liðnum hefði Landsvirkjun forkaupsrétt á markaðsvirði en þá mun orkuverð væntanlega hafa hækkað umtalsvert, jafnvel margfaldast og þar með söluverð virkjunarinnar einnig. Þetta tryggði góða og örugga langtímaávöxtun lífeyrissjóðanna, og hjálpaði Landsvirkjun við að byggja Búðarhálsvirkjun og endurfjármagna sig næstu misserin þar sem söluverð Blönduvirkjunar yrði sennilega talsvert hærra en byggingakostnaður Búðarhálsvirkjunar. Söluverð Blönduvirkjunar tæki mið af endurstofnverði sem væri hagstætt fyrir lífeyrissjóðina miðað við að greiða í erlendum gjaldmiðli þar sem tæpur helmingur byggingakostnaðar er í íslenskum krónum. Þó að allt hryndi hér aftur og aftur mun orkuver sem framleiðir síendurnýjaða græna orku alltaf vera gulls ígildi og ein arðsamasta fjárfesting sem völ er á a.m.k. næstu áratugina. Sá eini sem gæti tapað á viðskiptunum er Landsvirkjun sem kynni að tapa af óvissum ávinningi af verðmætaaukningu Blönduvirkjunar næstu 15 árin. Það ætti þó ekki að skipta öllu máli þar sem allar aðrar virkjanir Landsvirkjunar hafa þá einnig hækkað í verði. Eigendur Landsvirkjunar eru hinir sömu og lífeyrissjóðanna, þ.e.a.s. þjóðin, svo að litlu skiptir hvar hagnaðurinn liggur. Jafnframt má benda á sem rök með þessu að vextir af lánunum sitja eftir hérlendis. Ég vona að stjórnendur lífeyrissjóðanna og Landsvirkjun taki nú til hendi og lögum verði breytt, ef með þarf, þannig að þetta gangi fljótt fram. Það yrði mun betri fjárfesting fyrir lífeyrissjóðina en að bjarga bönkunum með því að kaupa byggingavöruverslanir sem hafa haldið uppi háu verði og hindrað erlenda samkeppni frá aðilum sem hafa miklu betri forsendur til að selja byggingavörur ódýrt.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun