Handbolti

Halldór: Stemning og vilji í liðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Óli Heimisson á línunni í kvöld.
Heimir Óli Heimisson á línunni í kvöld. Mynd/Daníel
Haukar litu vel út í kvöld þegar liðið vann fjögurra marka sigur á Val, 30-26, í N1-deild karla í kvöld. Sigurinn var þó mun öruggari en tölurnar gáfu til kynna.

Munurinn var tíu mörk í upphafi síðari hálfleiks er Valsmenn lokuðu markinu í sextán mínútur og náðu mest að minnka muninn í fjögur mörk.

„Við erum að fara í tvo erfiða leiki um næstu helgi og því vildum við dreifa álaginu. Við misstum tök á leiknum við þetta og er það eitthvað sem við þurfum að passa upp á í framtíðinni. Við þurfum að geta haldið áfram af krafti," sagði Halldór.

„En við vorum að spila vel fram að því og í raun gekk allt upp sem við lögðum upp með. Það er góð stemning í liðinu og mikill vilji. Það er líka mikil barátta framundan í deildinni í vetur og við þurfum að vera á tánum í öllum leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×