Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar 29. september 2010 06:00 Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. Lánafyrirgreiðsla sjóðsins hefur nú forðað ríkissjóði frá hættu á greiðslufalli vegna hárra útistandandi erlendra skulda sem eru á gjalddaga í lok árs 2011 og ársbyrjun 2012. Án þessa hefði kreppan orðið dýpri og þungbærari en raunin varð. Þá hefðum við þurft að hækka skatta meira og skerða velferðarþjónustu með slíkum hætti að það hefði ógnað samfélagssáttmála okkar um sanngjarnt velferðarríki. Í raun má segja að fjórir meginþættir séu brýnastir í áætluninni. Í fyrsta lagi þarf bankakerfið að geta starfað sem skyldi, svo að heimili og fyrirtæki fái þjónustu og lánafyrirgreiðslu. Virkur fjármálamarkaður er forsenda hagvaxtar í þróuðu hagkerfi. Samhliða þarf að herða regluverk lánastofnana og veita Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu réttar heimildir til aðhalds og eftirlits. Í öðru lagi þarf að styrkja stöðu ríkissjóðs, sem kom verulega skuldsettur undan hruninu og er nú rekinn með halla þrátt fyrir töluvert aðhald. Fjárlög haustsins skipta þar miklu. Í þriðja lagi þarf að móta peningastefnu til framtíðar. Afnám gjaldeyrishafta hefur tafist, en þeim verður aflétt í áföngum þegar aðstæður skapast. Í fjórða lagi þarf að vinna að endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja. Í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengisbindingu lána ólögmæta og veitti leiðsögn um hvernig reikna bæri vexti á slík lán hafa stjórnvöld kappkostað að tryggja sanngjarna niðurstöðu fyrir alla lántakendur og flýta endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Á þessum fjórum höfuðstoðum hvílir efnahagsáætlunin. Markmið efnahagsáætlunarinnar er að leggja grunn að sjálfbærum hagvexti og atvinnutækifærum til frambúðar. Við slíkt dugar ekki sú skammtímahugsun sem tíðkaðist áður. Við viljum ekki fölsk lífskjör, byggð á skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Við vitum af reynslunni að það kemur að skuldadögum. Til að skapa fjölbreytt, kröftugt atvinnulíf þarf traustan gjaldmiðil, lága verðbólgu og þar með svigrúm til samkeppnishæfra vaxta. Til að skapa réttlátt samfélag þarf að standa vörð um velferðina. Ef atvinnulífið aflar ekki verðmæta og skapar ekki ný störf mun okkur fljótt verða ofviða að viðhalda þeirri velferðarþjónustu sem við búum við í dag. Stjórn AGS tekur í dag til umfjöllunar þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Verði hún samþykkt fá stjórnvöld aðgang að erlendum lánum sem tengd eru framkvæmd áætlunarinnar. Sá árangur sem hingað til hefur náðst væri óhugsandi án samstarfs við AGS. Stýrivextir hafa ekki verið lægri í sex ár, verðbólga helst undir 5% á ársgrundvelli og hagvöxtur tekur við sér á ný á síðari hluta ársins. Með trúverðugri og raunsærri efnahagsáætlun höfum við komið í veg fyrir að þær hrakspár rættust sem flestir voru sammála um í árslok 2008. Á sama tíma höfum við lagt grunn að hagkerfi sem verður sterkara en það sem hrundi haustið 2008. Það er árangur sem máli skiptir.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar