Bændur gelda ódeyfð lömb með töngum Erla Hlynsdóttir skrifar 26. nóvember 2010 12:27 Algengast er að ef um hrútlömb er að ræða eru þau geld þegar þau koma af fjalli um haustið hafi þau villst undan. Mynd: Vilhelm Gunnarsson Dæmi eru um að íslenskir bændur noti svokallaðar geldingatangir til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar. Leyfilegt er að selja tangirnar til almennings. Dýralæknar einir hafa heimild til að gefa dýrum deyfilyf og hafa sömuleiðis einir aðgang að þeim lyfjum. Í drögum að nýjum dýraverndarlögum verður lagt til að aðeins verði heimilt að selja tangirnar dýralæknum. Þetta er viðleitni til að tryggja að dýrin séu alltaf deyfð fyrir aðgerð. Samkvæmt heimildum fréttastofu notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum. Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna.GeldingatöngEftir því sem fréttastofa kemst næst er aðeins um að ræða örfá dýr hjá hverjum bónda árlega. Þegar um hrútlömb er að ræða eru þau geld þegar þau koma af fjalli um haustið ef þau hafa villst undan. Dýraverndarráð fékk á síðasta ári ábendingu um að verslum með landbúnaðarvörur væri að selja tangirnar, sem kallast einnig burdizzo-tangir, til hvers sem kaupa vildi. Þetta var og er fullkomlega leyfilegt. Ráðið beindi þó þeim tilmælum til verslunarinnar að taka tangirnar úr almennri sölu og var strax orðið við því.Auglýst í Bændablaðinu Á fundi stjórnar Dýraverndarráðs í nóvember á síðasta ári var tekið fyrir erindi frá Dýralæknafélagi Íslands vegna hrútatanganna. Félagið vakti þar athygli á auglýsingu sem birtist í Bændablaðinu þar sem Burdizzo-geldingatangir voru auglýstar til sölu. „Formaður dýraverndarráðs lýsti virkni tanganna sem dýralæknar nota til að gelda kálfa og hrúta að undangenginni deyfingu. Dýraverndarráð vekur athygli á að gelding með slíkum töngum er aðeins heimil dýralæknum þar sem aðgerðin krefst deyfingar. Með því að selja geldingatangir til almennings er hættunni boðið heim að bændur telji sig mega gelda dýrin sjálfir og þá ódeyfð," segir í fundargerð Dýraverndarráðs. Þá samþykkti stjórnin samhljóða að skora á fyrirtækið sem auglýsti tangirnar að stöðva strax sölu á þeim til almennings þar sem í dýraverndarlögum sé skýrt kveðið á um að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr. Þar var einnig tekið fram að sársaukafullar aðgerðir á borð við geldingu krefist þess að dýrin séu geld áður, en það geri aðeins dýralæknar. „Það er því ljóst að einungis dýralæknar mega nota umræddar tangir en þeir einir mega gelda og deyfa dýr. Dýraverndarráð gerir sér grein fyrir að ekki er ólöglegt að selja þessar tangir á almennum markaði, en með slíkri sölu er stuðlað að því að bændur geldi dýrin sjálfir og þá ódeyfð, sem er skýrt brot á 13. gr. dýraverndarlaga og 7. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr," segir í bókun sem stjórn samþykkti á fundinum. Tengdar fréttir Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06 Vill ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá Íslands Dýravernd er fyrir borð borin og setja þarf ákvæði í stjórnarskrá til að tryggja velferð dýra á Íslandi. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 26. nóvember 2010 10:25 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Dæmi eru um að íslenskir bændur noti svokallaðar geldingatangir til að gelda lambhrúta og kálfa án deyfingar. Leyfilegt er að selja tangirnar til almennings. Dýralæknar einir hafa heimild til að gefa dýrum deyfilyf og hafa sömuleiðis einir aðgang að þeim lyfjum. Í drögum að nýjum dýraverndarlögum verður lagt til að aðeins verði heimilt að selja tangirnar dýralæknum. Þetta er viðleitni til að tryggja að dýrin séu alltaf deyfð fyrir aðgerð. Samkvæmt heimildum fréttastofu notar fjöldi bænda geldingatangir á gripi sína og eru þeir heldur óhressir með hugmyndir um sölubann til leikmanna. Að þeirra mati snýst umræðan um að banna sölu á töngunum til annarra en dýralækna aðeins um að dýralæknar óttist að missa spón úr aski sínum. Bændur segja tangirnar öruggar og að aðgerðin taki fljótt af þannig að sá sársauki sem dýrin finna fyrir sé hverfandi. Auk þess telja þeir að auknar líkur séu á sýkingarhættu þegar verið er að sprauta dýrin með deyfilyfjum fyrir aðgerð og mögulega fjarlægja eistu á annan hátt en með töngunum. Til að gelda karldýr töngin notuð til að klemma æðarnar fyrir ofan eistum og stoppa blóðflæði til þeirra. Þannig kemur drep í eistun, þau minnka og visna.GeldingatöngEftir því sem fréttastofa kemst næst er aðeins um að ræða örfá dýr hjá hverjum bónda árlega. Þegar um hrútlömb er að ræða eru þau geld þegar þau koma af fjalli um haustið ef þau hafa villst undan. Dýraverndarráð fékk á síðasta ári ábendingu um að verslum með landbúnaðarvörur væri að selja tangirnar, sem kallast einnig burdizzo-tangir, til hvers sem kaupa vildi. Þetta var og er fullkomlega leyfilegt. Ráðið beindi þó þeim tilmælum til verslunarinnar að taka tangirnar úr almennri sölu og var strax orðið við því.Auglýst í Bændablaðinu Á fundi stjórnar Dýraverndarráðs í nóvember á síðasta ári var tekið fyrir erindi frá Dýralæknafélagi Íslands vegna hrútatanganna. Félagið vakti þar athygli á auglýsingu sem birtist í Bændablaðinu þar sem Burdizzo-geldingatangir voru auglýstar til sölu. „Formaður dýraverndarráðs lýsti virkni tanganna sem dýralæknar nota til að gelda kálfa og hrúta að undangenginni deyfingu. Dýraverndarráð vekur athygli á að gelding með slíkum töngum er aðeins heimil dýralæknum þar sem aðgerðin krefst deyfingar. Með því að selja geldingatangir til almennings er hættunni boðið heim að bændur telji sig mega gelda dýrin sjálfir og þá ódeyfð," segir í fundargerð Dýraverndarráðs. Þá samþykkti stjórnin samhljóða að skora á fyrirtækið sem auglýsti tangirnar að stöðva strax sölu á þeim til almennings þar sem í dýraverndarlögum sé skýrt kveðið á um að dýralæknum einum sé heimilt að gelda dýr. Þar var einnig tekið fram að sársaukafullar aðgerðir á borð við geldingu krefist þess að dýrin séu geld áður, en það geri aðeins dýralæknar. „Það er því ljóst að einungis dýralæknar mega nota umræddar tangir en þeir einir mega gelda og deyfa dýr. Dýraverndarráð gerir sér grein fyrir að ekki er ólöglegt að selja þessar tangir á almennum markaði, en með slíkri sölu er stuðlað að því að bændur geldi dýrin sjálfir og þá ódeyfð, sem er skýrt brot á 13. gr. dýraverndarlaga og 7. gr. laga um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr," segir í bókun sem stjórn samþykkti á fundinum.
Tengdar fréttir Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06 Vill ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá Íslands Dýravernd er fyrir borð borin og setja þarf ákvæði í stjórnarskrá til að tryggja velferð dýra á Íslandi. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 26. nóvember 2010 10:25 Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. 25. nóvember 2010 13:06
Vill ákvæði um dýravernd í stjórnarskrá Íslands Dýravernd er fyrir borð borin og setja þarf ákvæði í stjórnarskrá til að tryggja velferð dýra á Íslandi. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 26. nóvember 2010 10:25
Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31
Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12
Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48