Ragney Líf Stefánsdóttir, sundkona úr Ívari á Ísafirði frá Íþróttasambandi fatlaðra, keppti í morgun í 100 m skriðsundi í fötlunarflokki S10.
Hún varð í tíunda og neðsta sæti undanriðlanna en hún synti á 1:20,36 mínútum.
Þetta er í fyrsta sinn sem fatlaðir keppa á EM ófatlaðra en Sundsamband Evrópu bauð 32 keppendum úr röðum fatlaðra til að keppa í S10-flokknum á mótinu í Eindhoven.
Ragney Líf mun einnig keppa í 50 m skriðsundi á sunnudaginn.
Einnig var keppt í undanriðlum í 50 metra flugsundi í morgun. Þær Bryndís Rús Hansen, Óðni, og Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR, komust ekki í undanúrslit.
Bryndís, sem er sautján ára, varð í 24. sæti á 27,49 sekúndum en Ragnheiður einu sæti neðar á 27,59 sekúndum.
Ragnheiður var þar talsvert frá Íslandsmeti sínu sem hún setti í maí í fyrra. Þá syndi hún á 24,94 sekúndum.
