Verkefni stjórnlagaþings Eyjólfur Ármannsson skrifar 26. nóvember 2010 13:32 Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Til stjórnlagaþings er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir (s.46) að Alþingi og ríkisstjórn hafi skort burði og þor til að setja fjármálakerfinu skynsamleg mörk. Stjórnkerfi sem þjónaði hagkerfi helmingaskipta áratugum saman gat ekki ráðið við markaðsfrelsið sem íslenskt samfélag fékk með EES. Sérstaklega á þetta við fjármálakerfið. Verkefni stjórnlagaþings eru mikilvæg. Í lögum um stjórnlagaþing segir að þingið skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi atriði: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Þingið getur tekið ákvörðun um að taka til umfjöllunar fleiri atriði. Það ætti þingið helst ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þurfa vandaða umræðu á starfstíma þingsins (2 - 4 mánuðir). Mín skoðun á verkefnum stjórnlagaþings er eftirfarandi: Undirstaða stjórnskipunarinnar á að vera að allt vald komi frá þjóðinni. Auka þarf lýðræði í stað flokksræðis. Helstu grunnhugtök stjórnarskrárinnar eiga að vera: Frelsi - Jafnrétti - Lýðræði. Aðskilja á framkvæmdavald og löggjafarvald með beinni kosningu æðsta handhafa framkvæmdavalds (forseta) og persónukjöri þingmanna. Meira lýðræði er að kjósa bæði æðsta handhafa framkvæmdavalds og til Alþingis en eingöngu til Alþingis. Í dag velur meirihluti Alþingis leiðtoga sína til að stjórna framkvæmdavaldinu. Að ætla þinginu líka eftirlit með framkvæmdavaldinu er að hafa endaskipti á hlutunum. Menn styðja leiðtoga sína, en veita þeim ekki aðhald. Þess vegna er Alþingi veikt gagnvart framkvæmdavaldinu. Með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds yrði eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu virkara og Alþingi myndi styrkjast sem stofnun. Sameina á embætti forsætisráðherra og forseta í embætti forseta Íslands og gera hann ábyrgan fyrir framkvæmdavaldi (ríkisstjórn). Fyrri umferð forsetakosninga yrði samhliða alþingiskosningum. Síðari umferðin nokkrum vikum seinna. Kjósa á samtímis forseta og til Alþingis svo stjórn landsins verði samstíga. Í síðari umferð forsetakosninga kysi þjóðin hvor af tveim forsetaframbjóðendum fengi umboð til stjórnarmyndunar. Í dag ganga flokkar til alþingiskosninga óskuldbundnir um myndun ríkisstjórnar. Það er ólýðræðislegt. Í stað baktjalda-flokksræðis við ríkisstjórnarmyndun kysi fólk í seinni umferð forsetakosninga forseta sem færi með framkvæmdavald og skipaði ríkisstjórn. Rök fyrir því að gera forseta ábyrgan fyrir framkvæmdavaldinu er ákveðnari forysta og skýrari ábyrgð. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla í stjórnarskrá. Kosningar til Alþingis eiga að byggjast á persónukjöri og kjördæmaskipan á að sameina bæði landshagsmuni og svæðahagsmuni. Stjórnarskrárákvæði þarf um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. Meðferð utanríkismála á að vera á forræði Alþingis en framkvæmd hjá ríkisstjórn. Umhverfisverndarákvæði þarf sem fjallar um sjálfbæra þróun, almannarétt og rétt almennings til heilnæms umhverfis, og umgengni við náttúru og um vernd villtra dýrastofna. Tryggja á að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu íslensku þjóðarinnar og að þær séu nýttar til hagsbóta þjóðarinnar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar