Innlent

Pyntuðu mann við innheimtu fíkniefnaskuldar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Andri Vilhelm og Gunnar Jóhann munu dúsa á Litla Hrauni fyrir brot sín.
Þeir Andri Vilhelm og Gunnar Jóhann munu dúsa á Litla Hrauni fyrir brot sín.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Andra Vilhelm Guðmundsson í 2½ árs fangelsi og Gunnar Jóhann Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot. Meðal annars voru þeir dæmdir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás.

Þeir Andri og Gunnar Jóhann lömdu fórnarlambið, lokuðu hann inni í skáp með 400 W ljósaperu hangandi fyrir ofan hann, hengdu lykkju um háls hans og hertu að, auk þess sem þeir hótuðu honum lífláti. Árásin tengdist innheimtu fíkniefnaskuldar sem mennirnir töldu sig eiga hjá árásarþolanum.

Þrír aðrir menn komu að líkamsárásinni, en þeir hlutu vægari dóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×