Geta vinstrimenn eitthvað lært Svavar Gestsson skrifar 8. nóvember 2010 06:00 Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrsta vinstristjórnin var felld á vísitölubótum; 1958. Það gerðist á ASÍ þingi þannig að greidd voru atkvæði um það hvort fresta mætti vísitölubótum. Því var hafnað. Í staðinn fékk launafólk 12 ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta ríkisstjórn fór líka á vísitölubótum; það var 1974. Þá fóru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem voru einn stjórnarflokkanna, á taugum. Það var efnt til kosninga og útkoman varð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Næsta vinstristjórn varð til 1978; hún liðaðist í sundur 1979 af því að einn stjórnarflokkanna þoldi ekki kaupgjaldsvísitöluna. Sjálfstæðisflokkurinn komst þó ekki til valda og enn var mynduð stjórn sem má gjarnan kalla vinstristjórn. Hún gafst ekki upp þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum. Álmálið átti að nota til að koma henni frá með því að stjórnarliðar Framsóknarflokksins stóðu að tillögu um að setja iðnaðarráðherrann af af því að hann væri ekki nógu stóriðjufús. Það tókst ekki, en eftir kosningarnar 1983 tók við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Framsóknarflokksins. Hún sat í heil fjögur ár og bjó til misvægi launa og lána, gaf vexti frjálsa og innleiddi kvótakerfið. Hún var svo endurnýjuð 1987 en hrundi 1988. Þá tók við ríkisstjórn sem kom á þjóðarsátt og hjó á vítahring verðbólgunnar. Hún fékk meirihluta í kosningum til að starfa áfram en Alþýðuflokkurinn kaus að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á ný. Þau völd hafði hann í 18 ár. Nú hefur vinstristjórn setið í 18 mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn langþreyttur á því að ráða engu, hvorki hjá ríkinu né borg. Hann er að tryllast af valdaleysi. Og hann lemur tunnur úti um allt þjóðfélagið. Hann reynir að gera bandalög inn í stjórnarflokkana eins og hann gerði líka 1958 og 1974. Hann notar andstöðuna við ESB einn daginn, annan er það Icesave sem Sjálfstæðisflokkurinn bjó til og er á móti því að leysa. Í þessum málum tekst honum að stíga í takt við einstaklinga í Vg. Og svo eru það stóriðjumálin. Þar stígur hann taktinn við tunnusláttinn með Samfylkingunni. Tilgangurinn er ekki sá að stöðva aðildarumsókn að ESB, ekki sá að koma í veg fyrir að samið verði um Icesave og ekki sá að tryggja byggingu álvera. Það síðastnefnda er ekki hægt af því að orkan er ekki til. Nei, tilgangurinn er sá einn að koma íhaldinu til valda á ný. Og það mun Sjálfstæðisflokknum takast ef honum auðnast áfram að heyra bergmál inni í stjórnarflokkum þegar hann lemur tunnurnar. En af langri sögu hafa vinstrimenn kannski lært að láta ekki rugla sig í ríminu; eða hvað?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun