Lífið

Erfitt að vera heimsfræg

Kristen Stewart. MYND/Cover Media
Kristen Stewart. MYND/Cover Media

Leikkonan Kristen Stewart, sem fer með hlutverk Bellu Swan í Twilight myndunum, er ósátt við að sterkar og ákveðnar konur í Hollwyood eru kallaður tíkur.

Kristen segir að velgengni Twilight myndanna hafi komið henni á óvart. Leikkonunni þykir ennþá erfitt að takast á við heimsfrægðina og áreitið sem henni fylgir.

„Að vera opinber manneskja er óþægilegt því það er farið fram á að ég hagi mér á vissan máta. Það er miklu auðveldara fyrir stráka að takast við frægð. Þeir virðast mega segja hvað þeir vilja en ef við konurnar erum ákveðnar erum við hiklaust kallaðar tíkur," sagði Kristen.

Kristen er þekkt fyrir að neita alfarið að tala opinberlega um sitt persónulega líf og þá sér í lagi um samband hennar við Robert Pattinson sem leikur á móti henni í umræddum myndum en því hefur verið haldið fram að þau eigi í ástarsambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.