Lífið

Íslandsmótið í póker haldið í Hveragerði

191 spilari tók þátt í Íslandsmótinu í póker í fyrra. Valur býst við fleiri keppendum í ár.
191 spilari tók þátt í Íslandsmótinu í póker í fyrra. Valur býst við fleiri keppendum í ár.
„Þetta mót er prófsteinn á hversu stór senan er orðin," segir Valur Heiðar Sævarsson, ritari og formaður mótanefndar Pókersambands Íslands.

Íslandsmótið í póker fer fram á Hótel Örk í Hveragerði helgina 15. til 17. október. Í fyrra komst 191 spilari að á mótinu sem var haldið á Hilton hótel Nordica. Valur segir að fjöldinn verði ekki takmarkaður í ár, en hversu mörgum er hægt að taka á móti?

„Það er afskaplega afstætt," segir hann. „Það eru nokkrir salir á Hótel Örk þannig að það er hægt að taka á móti mörgum. Þetta er eiginlega bara spurning um borð. Við stefnum á að koma sem flestum að - öllum sem hafa áhuga á að taka þátt. Ég er leynt og ljóst að stefna að 250 og ég held að það sé alveg ljóst að 200 manna múrinn falli."

Þetta verður í fyrsta skipti sem stórmót er haldið í blómabænum Hveragerði. Valur segir ástæðuna fyrir bæjarvalinu vera að Pókersambandið vilji þétta spilurum saman og skapa kjarna. „Þannig að fólk myndi ekki bara mæta, spila og hlaupa svo í burtu," segir hann. „Það skapast vonandi smá stemning að hafa mótið á stað sem er smá í burtu."

60.000 krónur kostar inn á mótið, en fjölmörg smærri og ódýrari undanmót verða haldin víða um landið og á Netinu á næstu vikum. „Þannig að allir sem hafa virkilegan áhuga á þessu móti hafa marga sénsa á að vinna sér inn miða," segir Valur að lokum. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.