Lífið

Þolir ekki þegar hún er fótósjoppuð

Emily Blunt. MYND/Cover Media
Emily Blunt. MYND/Cover Media

Breska leikkonan Emily Blunt segist engan veginn þola þegar myndum af henni er breytt með aðstoð myndvinnsluforrita því þá lítur hún út eins og Barbie-dúkka.

Leikkonan kýs að birtast eins og hún er í raunveruleikanum í tímaritum og á kynningarplakötum þar sem engu hefur verið breytt með aðstoð tölvutækninnar.

„Ég þoli ekki þegar búið er að breyta líkamanum mínum þar sem ég lít út fyrir að vera grindhoruð og miklu yngri en ég er í raunveruleikanum. Þessi þróun brenglar kröfur ungra stúlkna," lætur Emily hafa eftir sér í september útgáfu Elle tímaritsins.

„Þá líður mér eins og Barbie og hver í ósköpunum vill líta út eins og hún?"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.