Lífið

Westboro ræðst gegn Bieber

Ungstirnið verður enn og aftur fyrir ásökunum ofsatrúarsafnaðarins Westboro.
Ungstirnið verður enn og aftur fyrir ásökunum ofsatrúarsafnaðarins Westboro.
Hinn umdeildi trúarsöfnuður Westboro-baptistakirkjan í Kansas í Bandaríkjunum, hefur nú enn einu sinni látið til skarar skríða. Í þetta sinn er það gegn ungstirninu Justin Bieber.

Söfnuðurinn, sem hingað til hefur hefur gengið fjölmörgum skrefum of langt þegar kemur að mótmælum, hefur gefið út tilkynningu um mótmæli fyrir utan tónleika söngvarans í Kansas-borg. Tilefni mótmælanna er sagt vera að minna alla þá sem mæta á tónleikana á að eyðilegging Bandaríkjanna sé yfirvofandi.

„Það eru lítið um vinnu, heimili, peninga eða von en samt eru þúsundir manna tilbúnir að borga stóra upphæð fyrir rokktónleika. Guð hefur fært Bieber svið til að tala til heimsins og þar af leiðandi ber honum skylda til að kenna heiminum hlýðni með aðgerðum sínum og orðum. Hann neitar að gera það því hann veit að þá myndi tónleikahöll hans vera tóm! Þess í stað kennir hann ykkur syndir og uppreisn gegn boðorðum Guðs," tilkynnti Westboro söfnuðurinn á vefsíðu sinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn tekur söngvarann fyrir því um síðustu jól, þegar Bieber kom fram í Hvíta húsinu fyrir forseta Bandaríkjana, tilkynnti hann að „þarna hefði hann setið með antikrists skrímslinu Obama. Þau bættu svo við: „Bieber og Obama eru annars hugar og koma til með að leiða þjóðina til helvítis! Justin mun svara til saka fyrir Guði!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.