Lífið

The XX og FM Belfast efst

Hljómsveitirnar FM Belfast og Seabear hafa verið duglegar við spilamennsku í Evrópu að undanförnu.
Hljómsveitirnar FM Belfast og Seabear hafa verið duglegar við spilamennsku í Evrópu að undanförnu.
Enska hljómsveitin The XX og FM Belfast eru efstar á lista yfir flestar tónleikabókanir hljómsveita á árinu í kjölfar Eurosonic-hátíðarinnar í Hollandi. The XX hefur verið boðið á ellefu hátíðir í Evrópu og fast á hæla hennar fylgir FM Belfast með níu hátíðir.

Í breska vikuritinu Music Week, sem er mest lesna viðskiptablað tónlistargeirans í Evrópu, eru taldar saman flestar bókanir sem hljómsveitir hafa náð í Evrópu á árinu fyrir tilstuðlan ETEP-áætlunarinnar sem tónlistarhátíðin Eurosonic stendur fyrir. Music Week segir árangur breskra sveita aldrei hafa verið betri en á þessu ári. Íslendingar ná næstbestum árangri og skipta FM Belfast og Seabear með sér tólf bókunum á tónlistarhátíðir í Evrópu. Belgar koma þar á eftir með Isbells og Admiral Freebee sem skipta á milli sín sjö bókunum. ETEP-áætlunin hefur verið starfrækt af Eurosonic í átta ár fyrir flytjendur sem eru að byrja að vekja athygli. Þannig segir breski tónleikabókarinn David Exley að ETEP hafi virkilega hjálpað til við að koma The XX á kortið. Með greininni í Music Week birtist síðan mynd af The XX og FM Belfast.

Yfir fimmtíu tónlistarhátíðir í Evrópu taka þátt í Eurosonic til að kanna nýliðunina í evrópskri poppsenu og um leið fá þær stuðning við að bóka minna þekktar hljómsveitir. Þar á meðal eru Glastonbury, Sziget, Benicasim, Hultsfred og Hróarskelda, þar sem FM Belfast spilaði á dögunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.