Ferðamannatímabilið ekki eins slæmt og óttast var eftir gosið 13. ágúst 2010 08:40 Útlit er því fyrir að ferðamannatímabilið í sumar hafi ekki borið þann skaða af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem óttast var og eru það gríðarlega jákvæð tíðindi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það hefði verið afar svekkjandi svo ekki sé meira sagt ef ferðamannaiðnaðurinn hefði ekki fengið sitt tækifæri til að blómstra í sumar nú þegar gengi íslensku krónunnar er jafn hagstætt ferðamannaiðnaðinum og nú. Svo virðist sem eldgosið hafi fyrst og fremst haft áhrif í apríl og maí þegar gosið var í hámarki. Þannig sóttu tæplega 20% færri ferðamenn landið heim þá mánuði borið saman við sama tímabil fyrr árs. Gistinóttum fækkaði einnig um 10% í bæði apríl og maí frá fyrra ári. Þetta öskuský sem lá yfir ferðamannaiðnaðinum á vormánuðum virðist hinsvegar vera á bak og burt nú. Þannig voru þeir erlendu ferðamenn sem hingað komu í júlí um 2% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu um brottfarir um Leifsstöð áttu 83.465 erlendir ferðamenn leið um flugstöðina í júlímánuði. Þá stóð fjöldi erlendra ferðamanna nánast í stað í júnímánuði samanborið við sama tímabil fyrir ári síðan en 54.391 erlendir ferðamenn komu hingað í júní. Sömu sögu segja aðrir mælikvarðar sem við höfum um ferðamenn hér á landi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum á hótelum í júnímánuði um 5,4% frá sama mánuði fyrra árs og voru gistinæturnar alls 157 þúsund talsins í júní. Fjölgunin skrifast alfarið á erlenda gesti en gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 10% í júní frá sama tímabili fyrra árs á meðan gistinóttum íslendinga fækkaði um 20%. Loks virðist eldgosið ekki hafa slegið neyslu ferðamannanna út af laginu en nýtt met var slegið í eyðslu á erlend kreditkort hér á landi í nýliðnum júlímánuði. Heildarúttektir erlendra korta hér á landi í júlímánuði voru 9,7 mö.kr og hafa aldrei verið hærri. Aukningum nemur 11% frá sama mánuði fyrra árs í krónum talið en að raungildi með teknu tilliti til verðlagsþróunar er aukningin tæplega 7%. Lágt raungengi krónunnar er erlenda ferðamanninum í hag og gerir það að verkum að verðlag á ösku og hraunmolum úr Eyjafjallajökli sem og öðrum varningi virkar eflaust hvetjandi til kaupa sem og það sem finna má á matseðli veitinga- og kaffihúsa. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Útlit er því fyrir að ferðamannatímabilið í sumar hafi ekki borið þann skaða af eldgosinu í Eyjafjallajökli sem óttast var og eru það gríðarlega jákvæð tíðindi. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það hefði verið afar svekkjandi svo ekki sé meira sagt ef ferðamannaiðnaðurinn hefði ekki fengið sitt tækifæri til að blómstra í sumar nú þegar gengi íslensku krónunnar er jafn hagstætt ferðamannaiðnaðinum og nú. Svo virðist sem eldgosið hafi fyrst og fremst haft áhrif í apríl og maí þegar gosið var í hámarki. Þannig sóttu tæplega 20% færri ferðamenn landið heim þá mánuði borið saman við sama tímabil fyrr árs. Gistinóttum fækkaði einnig um 10% í bæði apríl og maí frá fyrra ári. Þetta öskuský sem lá yfir ferðamannaiðnaðinum á vormánuðum virðist hinsvegar vera á bak og burt nú. Þannig voru þeir erlendu ferðamenn sem hingað komu í júlí um 2% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu um brottfarir um Leifsstöð áttu 83.465 erlendir ferðamenn leið um flugstöðina í júlímánuði. Þá stóð fjöldi erlendra ferðamanna nánast í stað í júnímánuði samanborið við sama tímabil fyrir ári síðan en 54.391 erlendir ferðamenn komu hingað í júní. Sömu sögu segja aðrir mælikvarðar sem við höfum um ferðamenn hér á landi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum á hótelum í júnímánuði um 5,4% frá sama mánuði fyrra árs og voru gistinæturnar alls 157 þúsund talsins í júní. Fjölgunin skrifast alfarið á erlenda gesti en gistinóttum erlendra gesta fjölgaði um 10% í júní frá sama tímabili fyrra árs á meðan gistinóttum íslendinga fækkaði um 20%. Loks virðist eldgosið ekki hafa slegið neyslu ferðamannanna út af laginu en nýtt met var slegið í eyðslu á erlend kreditkort hér á landi í nýliðnum júlímánuði. Heildarúttektir erlendra korta hér á landi í júlímánuði voru 9,7 mö.kr og hafa aldrei verið hærri. Aukningum nemur 11% frá sama mánuði fyrra árs í krónum talið en að raungildi með teknu tilliti til verðlagsþróunar er aukningin tæplega 7%. Lágt raungengi krónunnar er erlenda ferðamanninum í hag og gerir það að verkum að verðlag á ösku og hraunmolum úr Eyjafjallajökli sem og öðrum varningi virkar eflaust hvetjandi til kaupa sem og það sem finna má á matseðli veitinga- og kaffihúsa.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira