Viðskipti erlent

Gull slær enn eitt verðmetið

Heimsmarkaðsverð á gulli sló enn eitt verðmetið eftir hádegið í dag. Þá rauk verð á gulli úr 1245 dollurum á únsuna og upp í 1258 dollara. Hefur verð á gulli aldrei verið hærra í sögunni.

Í frétt um málið börsen.dk segir að fjárfestar sækji nú í gullið sem aldrei fyrr og losi sig á móti úr hlutabréfa- og gjaldmiðlaeignum sínum sökum þeirrar óvissu sem ríkir á fjármálamörkuðum heimsins.

Frá því í febrúar s.l. hefur heimsmarkaðsverð á gulli hækkað um 200 dollara.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×