Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa Sigurjón Þórðarson skrifar 28. apríl 2010 06:00 Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum. Á sama tíma og fjórðungur heimila á í greiðsluerfiðleikum og hefur ekki fengið úrlausn mála í lánastofnunum, þá baða höfuðpaurar hrunsins sig í illa fengnum auði og eru í algjörum forgangi í gömlu bönkunum sínum við að fá fyrirtækin sem þeir ráku í þrot fyrir lítið á ný. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar verið ötul við að ráða helstu þjóna þrjótanna í bankakerfinu inn í lykilstöður í stjórnkerfinu. Ef það má saka almenning um eitthvað með réttu þá er það andvara- og gagnrýnisleysi í aðdraganda hrunsins. Grandaleysið var eðlileg afleiðing mikils áróðurs sem kom úr ólíklegustu áttum s.s. greiningadeilda bankanna, kostaðri umfjöllun jafnvel ríkisfjölmiðla, sjálfsritskoðun fjölmiðla í eigu fjárglæframanna, kostaðra stjórnmálaflokka og prófkjörsframbjóðenda auk kostaðra fræðimanna. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar á bankahruninu segir að miklar umbætur þurfi að verða á stjórnarháttum og stjórnsýslu við endurreisn landsins. Margir sem nú eru í lykilstöðum í samfélaginu eru þar fyrir beinan fjárstyrk hrunaaflanna. Breytingar og endurreisn verður ekki af sjálfu sér heldur þarf almenningur sem nú blæðir að taka virkan þátt í lýðræðinu, að láta í sér heyra og ganga til liðs við raunveruleg umbótaöfl í landinu. Fjórflokknum er ekki treystandi til að greiða úr málum en leynimakkið og þjónkan við sérhagsmunaöflin hefur verið haldið áfram eftir hrun eins og ekkkert hafi í skorist. Eftir stendur að fyrir liggur að fara þarf í umtalsvert hreinsunarstarf eftir stærstu svikamyllu í sögu Evrópu bæði á hugarfari og starfsháttum. Þrýstingur almennings ræður úrslitum um að þoka málum í rétta átt.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun