Ný listamessa í miðborginni í júlí 28. apríl 2010 06:30 Kristín Dagmar tekur á móti listafólki frá tólf galleríum í júlí. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík," segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykjavík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipuleggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmyndasýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borginni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar." Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra," segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar villareykjavik.com. - sm Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Þetta er verkefni sem fyrst var haldið í Póllandi árið 2006. Þá var galleríum víða um heim boðið að koma og taka þátt í hátíðinni sem fram fór í yfirgefninni villu í borginni Varsjá. Í ár var ákveðið að verkefnið færi fram hér á landi og munu alls tólf gallerí taka þátt auk Kling og Bang og i8 gallerí sem eru starfandi hér í Reykjavík," segir Kristín Dagmar Jóhannesdóttir verkefnastjóri. Villa Reykjavík fer fram í Reykjavík dagana 9. júlí til 31. júlí. Þar munu listagallerí víðs vegar að taka þátt og mynda hálfgert listaþorp í borginni miðri. Að sögn Kristínar Dagmarar eru þau gallerí sem boðað hafa komu sína hingað til lands í sumar mjög skapandi og spennandi og munu þau standa fyrir ýmsum skemmtilegum listviðburðum ásamt sínum listamönnum. „Hver og einn byrjar á því að skipuleggja sitt verkefni í sínu heimalandi, svo koma þau hingað í sumar og setja upp listsýningar auk annarra viðburða líkt og tónleika, gjörninga og kvikmyndasýningar. Íslenska umgjörðin verður svo alfarið í höndum Gallerí Kling og Bang og munu þeir sjá um að setja upp sýningar íslensku listamannanna. Hugmyndin er að hafa afmarkað svæði hér í borginni þar sem hvert gallerí fær svolítið rými fyrir sig. Við erum að skoða auð húsnæði víða um bæinn en nákvæm staðsetning og heildardagsskrá verður tilkynnt síðar." Kristín Dagmar segir verkefnið geta haft góð áhrif á íslenskt listalíf auk þess sem það eflir tengsl á milli íslenskra og erlendra listamanna. „Það er frábært að fá þessi gallerí hingað, bæði fyrir borgarbúa og svo auðvitað íslenskt listalíf. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listafólk til að sýna sig og sjá aðra," segir Kristín Dagmar að lokum. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu hátíðarinnar villareykjavik.com. - sm
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira