Formúla 1

Indverskur ökumaður í Formúlu 1

Karun Chanduk frá Indlandi.
Karun Chanduk frá Indlandi.

Enn eykst flóran í Formúlu 1 því í dag var indverskur ökumaður tilkynntur sem liðsmaður HRT liðsins spænska sem er nýtt lið. Bruno Senna frá Brasilíu ekur einnig hjá liðinu.

Chanduk er annar Indverjinn sem kepir í Formúlu 1, en áður hafði Narain Karthkeyan ekið með Jordan sem keppnisökumaður og svo tvö ár sem þróunarökumaður Wiliams.

Chanduk keppti í GP 2 mótaröðinni í fyrra og Georg Kolles sem er framkvæmdarstjóri liðsins fylgdist með framgangi hans. Kolles var áður hjá Force India, en stýrir núna spænska liðinu sem var áður í eigu Adrian Campos og átti að keppa undir hans merkjum. Breyting varð á fyrir nokkru á eignarhaldi liðsins, en það verður staðsett í Murcia á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×