Hamilton harður við sjálfan sig 13. september 2010 16:31 Lewis Hamilton hjá McLaren er í titilslag við fjóra aðra ökumenn. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að Lewis Hamilton sé harður við sjálfan sig þegar hann gerir mistök, eins og henti um helgina á Monza brautinni á Ítalíu. Þá keyrði Hamilton sig út úr keppni í fyrsta hring, mitt í hörkuslag um titilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton lokaði sig af í herbergi í híbýlum McLaren eftir keppnina og Whitmarsh fór hans fund, eins og segir í frétt á autosport.com. Hamilton var í forystu í stigamótinu fyrir mótið, en hann er kominn aftur fyrir Mark Webber eftir mótið í gær. "Ég vissi að Lewis var í herberginu og hafði verið um stund. Ég fór og talaði við hann og við fórum yfir málin og lærum af því. Það sem er mikilvægast er að Lewis fari framúr að morgni, æfi og setji fókusinn á mótið í Síngapúr og standi sig. Hann mun gera það", sagði Whitmarsh í frétt autosport. "Hann er djarfur ökumaður, sem hefði kannski óskað þess að hafa gert eitthvað annað, þegar hlutirnir eru endurskoðaðir. En kappakstursökumenn vilja taka á því. Þannig er Lewis Hamilton og ég vil ekki breyta honum. Hann er frábær liðsmaður, persónuleiki og kappakstursmaður." "Við ættum að vera fremstur en erum það ekki. Við erum fimm stigum á eftir í keppni ökumanna og þremur í keppni bílasmiða. En það er ekki neitt til að tala um. Það eru vonbrigði að ná ekki þeim stigum sem er möguleiki að ná, en við erum reyndir í titilslag og komumst yfir vonbrigðin." "Lewis er harður við sjálfan sig. Hann vill vera fullkominn og vera besti ökumaður heims. Þegar mistök eru gerð, þá kemur eftirsjá. En þetta er spurning um millimetra og sentimetra á miklum hraða með andrenalínið flæðandi. Það er bilið á milli að vera hetja og ekki", sagði Whitmarsh.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira