Lífið

Sigurður tilnefndur til dönsku leikhússverðlaunanna

Sigurður Óli sést hér fremstur í flokki með hljómsveit sinni, Croisztans.
Sigurður Óli sést hér fremstur í flokki með hljómsveit sinni, Croisztans.
Leikmyndahönnuðurinn Sigurður Óli Pálmason er tilnefndur til dönsku Reumert-verðlaunanna, þeirra flottustu sem veitt eru í danska leikhúsheiminum.

Sigurður er tilnefndur fyrir tvær sýningar sem hann vann fyrir Momentum-leikhúsið í Óðinsvéum. Þær heita Hvernig maður drepur fjölskyldu sína og Valkyrjan. Á heimasíðu leikhússins er leikmyndum hans lýst sem einingahúsaleikmyndum.

Sigurður Óli útskrifaðist sem leikmyndahönnuður úr Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn fyrir þremur árum. Hann hefur mestmegnis starfað í Danmörku en vann meðal annars að Kirsuberjagarði Nemendaleikhússins í Borgarleikhúsinu 2008. Hann var einnig söngvari hljómsveitarinnar Texas Jesús, sem var áberandi hér á landi á níunda áratugnum. Síðustu ár hefur hann aftur á móti leitt hljómsveitina Croisztans, sem spilaði meðal annars á Airwaves fyrir nokkrum árum.

Reumert-verðlaunin verða afhent í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn 9. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.