Körfubolti

Fjölnisstelpur einu stigi frá fyrsta sigrinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Haukar unnu sinn annan leik í röð í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar liðið vann 81-80 sigur á botnliði Fjölnis í Grafarvogi. Snæfell vann á sama tíma sinn annan leik í röð á heimavelli þegar liðið landaði fjórtán stiga sigri á Grindavík, 65-51.

Fjölnir hefur ekki unnið leik á tímabilinu og Haukakonur náðu góðu forkosti í upphafi leiks og voru meðal annars 42-31 yfir í hálfleik. Fjölnir vann upp forskotið í seinni hálfleik en Haukar náðu að tryggja sér sigur í æsispennandi leik.

Natasha Harris lék sinn fyrsta leik með Fjölni og átti stórleik, skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar. Inga Buzoka var með 15 stig og 14 fráköst og Bergþóra Tómasdóttir skoraði 12 stig.

Hjá Haukum skoraði Kathleen Snodgrass 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Ragna Magrét brynjarsdóttir var með 15 stig og 10 fráköst.

Snæfell vann 65-51 sigur á Grindavík eftir að hafa verið 24-26 undir í hálfleik. Snæfell tók frumkvæðið í þriðja leikhluta og leit ekki til baka eftir það.

Berglind Gunnarsdóttir átti mjög góðan leik og skoraði 17 stig fyrir Snæfell en Sade Logan var stigahæst með 18 stig. Björg Einarsdóttir skoraði 12 stig og Helga Björgvinsdóttir var með 10 stig.

Agnija Reke var með 13 stig og 14 fráköst hjá Grindavík og þær Alexandra Hauksdóttir og Helga Hallgrímsdóttir skoruðu báðar 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×