Linda Björg hannar heimafatnað 1. maí 2010 14:00 Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, hefur hannað nýja fatalínu. Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir hefur gert fatalínu sem hún lýsir frekar sem heimafatnaði heldur en tísku. Linda hefur um tíma hannað undir heitinu Scintilla og samanstendur nýja fatalínan meðal annars af hlýrabolum, kjólum, leggings og háum sokkum úr hundrað prósent silki og fæst hún í tískuversluninni Kron Kron. „Ég er bæði fata- og textílhönnuður og er með merki sem kallast Scintilla og er heimilistextíll. Nýja línan passar vel inn í það auk þess sem þetta var góð leið fyrir mig til að gera línu sem væri ekki árstíðatengd eins og flest annað í tískuheiminum. Með þessu þarf ég ekki að koma með tvær nýjar línur árlega heldur get ég bætt við þessa hægt og rólega," útskýrir Linda Björg. Hún segir flíkurnar vera klassískar og því geti fólk notað þær ár eftir ár án þess að þær fari úr tísku. Eins og er fást flíkur aðeins í svörtu og hvítu en að sögn Lindu Bjargar mun brátt bætast í litaflóruna. „Ég er mjög ánægð með þær vörur sem komnar eru. Nú ætla ég að fara að bæta við og stækka línuna auk þess sem ég er að vinna í því að koma vörunum í sölu á fleiri stöðum bæði hér heima og erlendis." Hægt er að skoða vörur Scintilla á heimasíðu fyrirtækisins, scintillalimited.com. - sm Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Hönnuðurinn Linda Björg Árnadóttir hefur gert fatalínu sem hún lýsir frekar sem heimafatnaði heldur en tísku. Linda hefur um tíma hannað undir heitinu Scintilla og samanstendur nýja fatalínan meðal annars af hlýrabolum, kjólum, leggings og háum sokkum úr hundrað prósent silki og fæst hún í tískuversluninni Kron Kron. „Ég er bæði fata- og textílhönnuður og er með merki sem kallast Scintilla og er heimilistextíll. Nýja línan passar vel inn í það auk þess sem þetta var góð leið fyrir mig til að gera línu sem væri ekki árstíðatengd eins og flest annað í tískuheiminum. Með þessu þarf ég ekki að koma með tvær nýjar línur árlega heldur get ég bætt við þessa hægt og rólega," útskýrir Linda Björg. Hún segir flíkurnar vera klassískar og því geti fólk notað þær ár eftir ár án þess að þær fari úr tísku. Eins og er fást flíkur aðeins í svörtu og hvítu en að sögn Lindu Bjargar mun brátt bætast í litaflóruna. „Ég er mjög ánægð með þær vörur sem komnar eru. Nú ætla ég að fara að bæta við og stækka línuna auk þess sem ég er að vinna í því að koma vörunum í sölu á fleiri stöðum bæði hér heima og erlendis." Hægt er að skoða vörur Scintilla á heimasíðu fyrirtækisins, scintillalimited.com. - sm
Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira