Enski boltinn

Vieira gefur til kynna að hann sé á leið til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrick Vieira er líklega á leið til Manchester City.
Patrick Vieira er líklega á leið til Manchester City. Nordic Photos / AFP
Patrick Vieira hefur gefið til kynna að hann sé á góðri leið með að ganga frá félagaskiptum til Manchester City.

Vieira sagði þetta í samtali við L'Equipe í Frakklandi. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt enn en þetta gengur vel,“ sagði hann.

Vieira hefur lítið fengið að spila með Inter á Ítalíu síðan að Jose Mourinho tók við liðinu árið 2008 og er útlit fyrir að hann verði lánaður til City.

Sjálfur viðurkenndi Mourinho að það væri ólíklegt að Vieira verði áfram í herbúðum liðsins.

„Ég held að það séu litlar líkur á því að hann verði áfram,“ sagði Mourinho við ítalska fréttamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×