Segir Varnarmálastofnun lagða niður í verðlaunaskyni fyrir ESB Valur Grettisson skrifar 11. desember 2010 11:57 Varnarmálastofnun Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins. Fréttir WikiLeaks Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Í skjölum Wikileaks, sem voru birt í Fréttablaðinu í dag, kemur fram að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Carol Van Voorst, fullyrðir að Ellisif Tinna Víðisdóttir, sem var forstjóri Varnarmálastofnunnar, hafi sagt í samtali við sendiráðið að hún teldi að stofnunin væri lögð niður til þess að verðlauna Vinstri græna vegna stuðnings við ESB umsóknina. Um er að ræða póst sem er tímasettur í desember 2009. Haft er eftir Ellisif Tinnu að hún efist um að stofnunin yrði leyst upp á ábyrgan hátt þar sem hún telji að ákvörðunin sé einungis tekin til þess að sefa VG. Hún segir ákvörðunina verðlaun fyrir stuðning við ESB aðild og önnur umdeild mál í samstarfi við Samfylkinguna. Þá segir sendiherra um VG í póstunum að árið 2008 hafi „dyggu þjóðernissinnarnir" í VG verið farnir að endurmeta Evrópustefnu sína til að halda í við stuðning unga fólksins. Katrín Jakobsdóttir varaformaður á þá að hafa sagt sendiráðinu vorið 2008 að margir flokksmenn væru að komast á þá skoðun að ESB-aðild væri eini raunhæfi kosturinn og að VG myndi líklega endurmeta ESB-stefnuna. Hún hefði skilning á því. Árið 2009 segir sendiherrann að VG verði líklega „neytt til Brussel" af Samfylkingunni. Löngun flokksins til að stofna fyrstu vinstri stjórnina í meirihluta þýði að VG sé undir mikilli pressu að láta undan Samfylkingu. Innanbúðarmenn í VG hafi viðurkennt að utanríkisstefna flokksins „risti ekki djúpt". Í ljósi þessa og í ljósi útkomu kosninganna þar sem evrópusinnuðu flokkarnir fengu meirihluta (Samfylking, Borgarahreyfing og Framsókn) kemur það sendiráðinu á óvart að þingmenn stjórnarmeirihlutans gangi óbundnir til kosninga um aðildarumsókn á Alþingi. Sendiherra telur VG hafa glatað trúverðugleika vegna málsins.
Fréttir WikiLeaks Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira