![](https://www.visir.is/i/91D9FB58E1678B26D6652F5A9F0B4400781F692376A8E3FBAB300D026DB0A2BA_80x80.jpg)
Forsetinn og fjárfesting
Hver var boðskapurinn?
Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka.
Meira út en inn
Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin.
Þó geta fylgt kostir
Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar.
Hvers erum við mengnug nú?
Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu.
Tækifærin og hætturnar
Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki.
Þetta er í raun sáraeinfalt.
Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er.
Skoðun
![](/i/C3F48C5E36DAD24042DD2578D17A5E75BD16524FBB6B7EC4705C984F43BC0E2B_390x390.jpg)
Flugvöllur okkar allra !
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar
![](/i/3F46988B96369A6324A74554997EAE1CD82D684B1738FB530F15D7F8015A3C88_390x390.jpg)
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Erna Bjarnadóttir skrifar
![](/i/680D6C99361E0F091E0F9CA954DFC9393E04BB45A12CB4895D506F8C63464CA4_390x390.jpg)
Við þurfum að ræða um Evrópusambandið
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar
![](/i/4BEE960B561724C7264ABDA0B458B27145A1C72B13E216A032B2D7FCE875E7B9_390x390.jpg)
Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
![](/i/6F7538410667D7A3DA20BC7E4EA2C7291EEEF84345CE79D9EE9315AD21E3093E_390x390.jpg)
Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Arna Harðardóttir skrifar
![](/i/1814C612759FE185F6835DC737BD8ED565D3FB12D94C8F2074C0ED63BA11A794_390x390.jpg)
Þegar raunveruleikinn er forritaður
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/A99F6E51BFCA509B1D1ECEBBC044865E271AFF18B8D9AF255AA46311D13D888D_390x390.jpg)
Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
![](/i/C06C54369C42A84C423061ADCC6FBB1CCB19CAC6354ED610CFE01AB1F4884F07_390x390.jpg)
Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
![](/i/AFE7EF2B5920FAD10F19CA0706D04449F1AB1BF8EEF3F28E2C26AB9CC3459856_390x390.jpg)
Valentínus
Árni Már Jensson skrifar
![](/i/BF6191CBB57887FCE99C3EA792BA1DCB0FC201485E8C0B250C67B1F6CD73CE8F_390x390.jpg)
Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið
Eggert Sigurbergsson skrifar
![](/i/29FB0D6CE3679405F79D4E2384152C1C24E9388BD7820F01984B593DEC7F5F61_390x390.jpg)
Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety
Gyða Hjartardóttir skrifar
![](/i/27F5A98B7CEE3A255C9270EACCC45F3F64132EF173A7A3FCA7C226BBD429B735_390x390.jpg)
Kolbikasvört staða
María Rut Kristinsdóttir skrifar
![](/i/05DC43C3605D0A99CFA59666F731374813CD3CE83282158DB50CC24CF0C61CB2_390x390.jpg)
Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
![](/i/CA61D697F994D0431C6C5C2E864D1B1038FA0718BF6DB0DB0BE6A8D10983EE04_390x390.jpg)
Ekkert um okkur án okkar
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
![](/i/9E88FDB070AA951E4CC360010BE4C213925AE8328FCCF702436522AB547FAAB9_390x390.jpg)
One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni!
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/F0CBFE1A5C5BBF6A68ADCCC1D55C02C0BFB6CAE7F4C66F2E54DC96901742E065_390x390.jpg)
Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Edith Oddsteinsdóttir skrifar
![](/i/5C276E02256C58426372A9785BBB37E9682A9FF8BEE48499E2B7BA5DF5DA1F8F_390x390.jpg)
Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
Hjalti Ómar Ágústsson skrifar
![](/i/EF90E8603BDA7588C7748187A40E00A18E6FE020D89E26AD5E6EA9E0460202FF_390x390.jpg)
Hugtakinu almannaheill snúið á haus
Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar
![](/i/638F818A27B7BFD56CCE57B7EF55E7842D5BEB589496910061FE85CAA8BF7530_390x390.jpg)
Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja
Daði Már Kristófersson skrifar
![](/i/2E04992626056C82690CF8549353A51D54B1E9D78ACBB024D6931FC5D21BE623_390x390.jpg)
Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið
Sigþór Sigurðsson skrifar
![](/i/05745AFF8F7DB756F9F4986D60715CE123DF3E53632149E05208D3DD51FE6538_390x390.jpg)
Ég stend með kennurum
Ögmundur Jónasson skrifar
![](/i/19B7E294B5F181B776ADB8D1E657079AA918C6DD85E3DE52AF9CFAC476E02D82_390x390.jpg)
Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax
Árni Stefán Árnason skrifar
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar
![](/i/2B5D664FE595895A82E86FD921B1A795EBC302C945350052958F9A3BB9017279_390x390.jpg)
Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
![](/i/6781EA64D59EFE3F1986F377E35CF7800EEB426C611AA8C50A8C8D4E82960FA9_390x390.jpg)
Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Ágústa Ágústsdóttir skrifar
![](/i/573217FFCD8BB72BE71DA32C70FF1A5BBC533585497893444278BF4F8C67D73F_390x390.jpg)
Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður
Guðni Ívar Guðmundsson skrifar
![](/i/54FF5E5E5054C5E53CE901EDA17793A746CB03CAF6A7A4D353C3EB0EB417E031_390x390.jpg)
Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/C0FF1229AF47DB767704F05E803BADEF414352B79AD75406784129BA661DA97B_390x390.jpg)
Staða hjúkrunar
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar