Körfubolti

Stjörnuhátíð KKÍ: Ægir Steinarsson vann þriggja stiga keppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson, úr Fjölni, vann þriggja stiga keppnina á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskóla í dag eftir að hann vann Pálma Frey Sigurgeirsson í úrslitum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Tíu keppendur voru í 3-stiga keppninni í ár. Þeir Ægir og Pálmi voru stigahæstir eftir forkeppnina.

Í úrslitunum fékk Ægir sextán stig en Pálmi fékk þrettán sitg. Leikstjórnandi Fjölnismanna er því meistari ársins 2010.

Forkeppnin:

Ægir Þór Steinarsson Fjölnir 15 stig

Pálmi Sigurgeirsson Snæfell 14 stig

Magnús Þór Gunnarsson Njarðvík 13 stig

Ryan Amaroso Snæfell 13 stig

Sean Burton Snæell 12 stig

Brynjar Þór Björnsson KR 8 stig

Ellert Arnarson Hamar 8 stig

Marek Alveg sigurvegari 3-stiga keppni Sumardeildar KKÍ 7 stig

Justin Shouse Stjarnan 6 stig

Kjartan Kjartansson Stjarnan 5 stig

Úrslit:

Ægir Steinarsson 16 stig

Pálmi Sigurgeirsson 15 stig

Í Stjörnuleiknum vann Landsbyggðarliðið Höfuðborgarsvæðaliðið með tveimur stigum 130-128. Leikurinn hófst með flugeldasýningu þar sem leikmenn voru á flugi og tróðu í gríð og erg.

Endaspretturinn var æsispennandi en Ægir Steinarsson fékk tækifæri að vinna leikinn í blálokin fyrir Höfuðborgarsvæðaliðið en hinn nýkrýndi þriggja-stiga kóngur geigaði á þrist og því fór svo að Landsbyggðarliðið vann 130-128.

Lazar Trifunovic var valinn maður leiksins en hann var sjóðandi en hann setti 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

Hjá Höfuðborgarsvæðaliðinu var Kelly Biedler með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×