Stafkarl Gerður Kristný skrifar 2. desember 2010 05:00 Í glænýrri bók setur útlitsráðgjafinn Karl Berndsen fram bókstafina V, A, X og I til að sýna konum hvernig þær eiga að klæða sig. Samkvæmt Karli eru konur með vaxtarlag í anda V-sins, kosningabókstafs Kvennalistans sáluga, með breiðar axlir en þær sem eru eins og X eru víst með sama mjaðma- og brjóstmál en þó mittismjóar. A-konurnar eru mjaðmabreiðar og mitti I-kvennanna er ekki áberandi. Morgunblaðið fjallaði um bók Karls 26. nóvember sl. og þar er I-konunni meira að segja lýst sem „kassalaga". Sjálf hef ég aldrei hitt kassalaga konu þótt mér hafi stundum fundist ýmsar þær sem á vegi mínum hafa orðið ótrúlega ferkantaðar. Nú vita allir að karlar eru ekkert betri í að klæða sig eftir vaxtarlagi en konur - þótt ekki sé mikið um það rætt öllu jafna. Ég hef því tekið mér það birnuleyfu að semja kerfi í anda Karls fyrir þá. Í kerfinu mínu eru eftirfarandi bókstafir notaðir til að lýsa líkama íslenska karlmannsins: Þ, Ö, B og Æ. Öll höfum við séð karla með kúluvambir en nú þurfum við ekki að nota jafnniðrandi orð um þetta vaxtarlag, heldur getum sagt: „Þú ert svona Þ-karl." Hugsið ykkur þægindin fyrir afgreiðslufólk í herrafataverslunum landsins! B-karlarnir eru síðan þeir sem eru allir í fellingum. Þeir geta enn keypt sér föt í venjulegum búðum og fara reglulega í Dressmann eftir góðum flíspeysum og flauelsbuxum við. Ö-karlinn er vitaskuld sá sem hefur farið heldur geyst í átinu og þarf ekki að útskýra það neitt frekar. Hann er löngu orðinn leiður á að fara í fatabúðir og sendir einhvern fyrir sig. Sá getur þá sagst vera að velja á félaga sinn sem sé með Ö-vaxtarlag - án þess að fara eitthvað nánar út í það. Svo er það Æ-maðurinn. Hann sker sig frá hinum körlunum því hann ber ekki þetta heiti beint vegna vaxtarlagsins, heldur því að hann er einhvern veginn út um allt. Hann rekur sig gjarnan utan í, hellir niður glösum og stundum rekst hann utan í konur sem segja þá: „Æ" um leið og þær dusta skanka mannsins af sér. Margar konur kannast við að hafa lent í Æ-manninum - sumar jafnvel oftar en einu sinni sama kvöldið. En nú eru jólin á næsta leiti og munu þau vonandi færa okkur öllum ró og frið. Þótt vaxtarlag okkar sé vissulega mismunandi reiði ég mig á að hjartalag okkar sé svipað. Það er það sem skiptir mestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Gerður Kristný Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Í glænýrri bók setur útlitsráðgjafinn Karl Berndsen fram bókstafina V, A, X og I til að sýna konum hvernig þær eiga að klæða sig. Samkvæmt Karli eru konur með vaxtarlag í anda V-sins, kosningabókstafs Kvennalistans sáluga, með breiðar axlir en þær sem eru eins og X eru víst með sama mjaðma- og brjóstmál en þó mittismjóar. A-konurnar eru mjaðmabreiðar og mitti I-kvennanna er ekki áberandi. Morgunblaðið fjallaði um bók Karls 26. nóvember sl. og þar er I-konunni meira að segja lýst sem „kassalaga". Sjálf hef ég aldrei hitt kassalaga konu þótt mér hafi stundum fundist ýmsar þær sem á vegi mínum hafa orðið ótrúlega ferkantaðar. Nú vita allir að karlar eru ekkert betri í að klæða sig eftir vaxtarlagi en konur - þótt ekki sé mikið um það rætt öllu jafna. Ég hef því tekið mér það birnuleyfu að semja kerfi í anda Karls fyrir þá. Í kerfinu mínu eru eftirfarandi bókstafir notaðir til að lýsa líkama íslenska karlmannsins: Þ, Ö, B og Æ. Öll höfum við séð karla með kúluvambir en nú þurfum við ekki að nota jafnniðrandi orð um þetta vaxtarlag, heldur getum sagt: „Þú ert svona Þ-karl." Hugsið ykkur þægindin fyrir afgreiðslufólk í herrafataverslunum landsins! B-karlarnir eru síðan þeir sem eru allir í fellingum. Þeir geta enn keypt sér föt í venjulegum búðum og fara reglulega í Dressmann eftir góðum flíspeysum og flauelsbuxum við. Ö-karlinn er vitaskuld sá sem hefur farið heldur geyst í átinu og þarf ekki að útskýra það neitt frekar. Hann er löngu orðinn leiður á að fara í fatabúðir og sendir einhvern fyrir sig. Sá getur þá sagst vera að velja á félaga sinn sem sé með Ö-vaxtarlag - án þess að fara eitthvað nánar út í það. Svo er það Æ-maðurinn. Hann sker sig frá hinum körlunum því hann ber ekki þetta heiti beint vegna vaxtarlagsins, heldur því að hann er einhvern veginn út um allt. Hann rekur sig gjarnan utan í, hellir niður glösum og stundum rekst hann utan í konur sem segja þá: „Æ" um leið og þær dusta skanka mannsins af sér. Margar konur kannast við að hafa lent í Æ-manninum - sumar jafnvel oftar en einu sinni sama kvöldið. En nú eru jólin á næsta leiti og munu þau vonandi færa okkur öllum ró og frið. Þótt vaxtarlag okkar sé vissulega mismunandi reiði ég mig á að hjartalag okkar sé svipað. Það er það sem skiptir mestu.