Lífið

Urfaust á Íslandi

hollenskir urfaust Spila í Reykjavík um helgina.
hollenskir urfaust Spila í Reykjavík um helgina.

Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur.

Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu sem kemur út hjá þýsku Ván útgáfunni. Tónlistin er á köflum Ham-leg, stundum eins og Stilluppsteypa og stundum eins og band sem gleymdist að taka upp fyrir Rokk í Reykjavík. Urfaust-menn eru spenntir fyrir Íslandsheimsókn. Ekki síst þar sem Urfaust spilar ekki á tónleikum nema einu sinni á ári í mesta lagi.

Willem, söngvari og gítarleikari, hefur reyndar heimsótt Ísland nokkuð oft og flækst um fjöll og firnindi, en trommarinn Jim hefur aldrei komið hingað áður. Urfaust leikur á Sódómu Reykjavík á föstudagskvöldið ásamt Atrum og Chao og í TÞM á laugardaginn ásamt Svartadauða og Carpe Noctem.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.