Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Erla Hlynsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 13:48 Árni Stefán segir lög um dýravernd þverbrotin hér á landi Mynd: Stefán Karlsson Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. „Neytandinn er upphafið og endirinn að þessu öllu," segir Árni Stefán en rannsóknir hans hafa leitt í ljós að lög um dýravernd eru þverbrotin hér á landi. Árni rannsakaði sérstaklega meðferð á kjúklingum, mjólkurkú og grísum. Ritgerð Árna er enn óbirt þar sem hann á eftir að leggja lokahönd á hana. Hann bendir á að það sé markaðurinn sem kallar á aukna kjötframleiðslu, og neytendur vilja ódýrt kjöt. Til að geta framleitt sem mest kjöt á sem ódýrastan hátt fara margir framleiðendur þá leið að troða sem flestum dýrum á sem minnst svæði og fara þannig beinlínis illa með dýrin.Lífrænt betri valkostur „Við eigum þess kost að kaupa lífræna vöru en það er aðeins um 2 prósent neytenda sem gera það. Lífrænar afurðir eru dýrari en fólk verður að gera það upp við sig hvort það vill borga örlítið meira og hlífa dýrunum, eða kaupa ódýrar kjúklingabringur og hafa á samviskunni þá meðferð sem kjúklingarnir þurfa að þola í þröngum búum," segir Árni Stefán.Lögum ekki fylgt á Íslandi Endurskoðun á lögum um dýravernd stendur yfir og er búist við að tillögur að nýjum lögum verði kynnt umhverfisráðuneytinu í næsta mánuði. Árni Stefán hefur þó efasemdir um að ný lög bæti stöðuna þar sem ljóst er að gildandi lög séu brotin. Honum finnst þvert á móti að gildandi lög séu góð og gild, og telur mikilvægara að fylgja því eftir að farið sé eftir lögunum en að semja ný. Hann bendir í því sambandi á umfjöllun Vísis frá í gær þar sem kom fram að þrátt fyrir að dýralæknar einir megi gelda grísi sé það alltaf starfsmenn svínabúa sem sjái um geldingarnar. Þetta verklag sé klárt lögbrot sem fær engu að síður að viðgangast. Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23. nóvember 2010 16:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. „Neytandinn er upphafið og endirinn að þessu öllu," segir Árni Stefán en rannsóknir hans hafa leitt í ljós að lög um dýravernd eru þverbrotin hér á landi. Árni rannsakaði sérstaklega meðferð á kjúklingum, mjólkurkú og grísum. Ritgerð Árna er enn óbirt þar sem hann á eftir að leggja lokahönd á hana. Hann bendir á að það sé markaðurinn sem kallar á aukna kjötframleiðslu, og neytendur vilja ódýrt kjöt. Til að geta framleitt sem mest kjöt á sem ódýrastan hátt fara margir framleiðendur þá leið að troða sem flestum dýrum á sem minnst svæði og fara þannig beinlínis illa með dýrin.Lífrænt betri valkostur „Við eigum þess kost að kaupa lífræna vöru en það er aðeins um 2 prósent neytenda sem gera það. Lífrænar afurðir eru dýrari en fólk verður að gera það upp við sig hvort það vill borga örlítið meira og hlífa dýrunum, eða kaupa ódýrar kjúklingabringur og hafa á samviskunni þá meðferð sem kjúklingarnir þurfa að þola í þröngum búum," segir Árni Stefán.Lögum ekki fylgt á Íslandi Endurskoðun á lögum um dýravernd stendur yfir og er búist við að tillögur að nýjum lögum verði kynnt umhverfisráðuneytinu í næsta mánuði. Árni Stefán hefur þó efasemdir um að ný lög bæti stöðuna þar sem ljóst er að gildandi lög séu brotin. Honum finnst þvert á móti að gildandi lög séu góð og gild, og telur mikilvægara að fylgja því eftir að farið sé eftir lögunum en að semja ný. Hann bendir í því sambandi á umfjöllun Vísis frá í gær þar sem kom fram að þrátt fyrir að dýralæknar einir megi gelda grísi sé það alltaf starfsmenn svínabúa sem sjái um geldingarnar. Þetta verklag sé klárt lögbrot sem fær engu að síður að viðgangast.
Tengdar fréttir Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31 Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12 Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23. nóvember 2010 16:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Grísir geltir á sársaukafullan hátt án deyfingar Á Íslandi eru karlkyns grísir geltir án deyfingar eða verkjastillingar. Starfsmaður svínabúsins sker þá í punginn og slítur eistun út. Aðgerðin er gríðarlega sársaukafull fyrir grísina. Kjöt geltra grísa er án sérstaks bragð og lyktar sem getur komið af ógeltum grísum og er það megin ástæðan fyrir geldingunni. 23. nóvember 2010 12:31
Halinn klipptur af stressuðum grísum Þegar þröngt er um grísi og þeir hafa lítið fyrir stafni eiga þeir til að fara að naga halann hver á öðrum sér til dægrastyttingar. Þetta getur leitt til sýkinga og aukins kostnaðar fyrir svínabú. Vegna þessa tíðkast víða að starfsfólk svínabúa klippir halann af grísunum og styttir tennur þeirra. 23. nóvember 2010 14:12
Svínabú vilja aðgang að deyfilyfjum „Hér er þetta bara eins og hjá öllum öðrum svínabúum á Íslandi. Það er bara þessi hefðbundni háttur á að gelda grísi sem hefur verið viðhafður hér í tugi ára. Við höfum ekki aðgang að neinum deyfilyfjum,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem er stærsta svínabú á landinu. 23. nóvember 2010 16:27