Enski boltinn

Ferguson: Þeim finnst örugglega 3-0 tap vera ósanngjarnt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney í einu af færum sínum á móti Burnley.
Wayne Rooney í einu af færum sínum á móti Burnley. Mynd/AFP
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkenndi að sínir menn hafi ekkert verið alltof sannfærandi þrátt fyrir 3-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Við hefðum getað lent í vandræðum," sagði Ferguson en Burnley-mennirnir Steven Fletcher og David Nugent fengu báðir mjög góð tækifæri til að koma liði sínu yfir.

„Þetta var skrítinn leikur og það var eiginlega vandræðalegt að við skyldum ekki nýta eitthvað af færum okkar í fyrri hálfleik," sagði Ferguson.

„Það þarf að skora mark til þess að opna lið eins og Burnley. Það þarf þolinmæði á móti svona liðum og við höfum hana. Þeim finnst örugglega 3-0 tap vera ósanngjarnt en fannst þó þetta ekki vera úrslit gegn gangi leiksins," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×