Lífið

Enn eitt sölutrikk SATC? - myndir

Ellý Ármanns skrifar
„...og þó við getum ekki klætt okkur í rándýran fatnað eins og Carrie Bradshaw þá getum við vafið  ilminum um okkur og komið okkur í karakter,“ segir Kristín.
„...og þó við getum ekki klætt okkur í rándýran fatnað eins og Carrie Bradshaw þá getum við vafið ilminum um okkur og komið okkur í karakter,“ segir Kristín.

Sarah Jessica Parker lyktar eins og hún lítur út fyrir að lykta," segir Kristín Rögnvaldsdóttir hjá Artica heildsölu spurð út í nýja ilminn SJP NYC.

„Yndislega og skemmtilega því hún vill geta farið úr hádegisverðinum beint í kvöldverð eða partý og er alltaf jafn flott og með sama ilminn allan daginn," segir Kristín.

„Sara elskar musk og allir ilmirnir hennar verða að innihalda það, hún er líka mjög ánægð með jarðaberja tóninn í nýja ilminum sem gerir hann ferskan."

Er þetta ekki bara enn eitt sölutrikkið af því að konur elska hana úr Sex and the City myndinni? „Auðvitað er hún með þetta allt í hendi sér en myndin er um tísku og skemmtun og þó við getum ekki klætt okkur í rándýran fatnað eins og Carrie Bradshaw þá getum við vafið ilminum um okkur og komið okkur í karakter," segir Kristín.

Tók SJP virkilega þátt í að blanda ilmvatnið? „Já hún tekur þátt í öllu ferlinu ásamt því fagfólki sem vinnur með henni. SJP NYC var vinnuheiti á ilminum sem er alltaf breytt þegar kemur að framleiðslu ferlinu en hún ákvað að það væri rétta nafnið og engu var breytt."

„Já hún (SJP) tekur þátt í öllu ferlinu ásamt því fagfólki sem vinnur með henni," segir Kristín Rögnvaldsdóttir hjá Artica (vinstra megin á mynd).

„Hún fékk líka hugmyndina af glasinu. Í raun líkist það rússneskum dúkkum, babúskum, þar sem ný munstur koma fram á hverri dúkku."

„Hún sá það reyndar ekki fyrir sér að nota jarðaber í ilminn með musk, rauðum rósum, „sandalwood" og vanillu en þegar það var reynt fann hún að þá kom þessi ferski tónn fram sem hún var að leita að."

Meðfylgjandi má sjá myndir af umræddum flöskum og SJP á forsíðu Marie Claire/júní hefti.

Hér má sjá auglýsingu SJP NYC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.