Lífið

Eminem og Lil Wayne gera nýtt lag úr What is Love

Eminem og Lil Wayne
Eminem og Lil Wayne

Rappararnir Eminem og Lil Wayne hafa unnið nokkuð saman að undanförnu. Þeir rappa meðal annars saman á nýrri plötu Eminem, Recovery, sem kemur út seinna í mánuðinum.

Nýjasta lagið sem hægt er að hlusta á af plötunni heitir No Love. Hljómagangurinn og viðlagið ætti að vera mörgum kunnugt en það er unnið upp úr ofursmellinum What is Love eftir Haddaway frá 1993. Ofurpródúserinn Just Blaze stjórnaði upptökum.

Þeir félagar hafa væntanlega tekið lagið upp áður en Lil Wayne var stungið inn í Rikers Island-fangelsið í mars. Hann var dæmdur til að sitja inni í eitt ár.

Hægt er að hlusta á lagið hér á síðunni Nah Right.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.