Lífið

Gríman: Taktu þátt í valinu

Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið falið það hlutverk að vera kynnir Grímunnar.
Rúnari Frey Gíslasyni hefur verið falið það hlutverk að vera kynnir Grímunnar.

Grímuhátíðin, árleg uppskeruhátíð sviðslistageirans, verður haldin í áttunda sinn í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 16. júní næstkomandi og verður bein útsending frá hátíðinni á Stöð 2.

Aldrei hafa fleiri frumflutt sviðsverk komið til álita, en þau voru alls 89 í ár.

Nú gefst áhorfendum kostur á að taka þátt í valinu á hvaða sýning þeim fannst skara framúr á árinu með því að fara inná Griman.is og velja þar sýningu ársins.

Fimm vinsælustu sýningarnar keppa síðan í símakosningu frá 14. júní og verða úrslit kynnt í beinni útsendingu á Stöð 2 frá grímuhátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.