Handbolti

Dagur: Býðst vonandi aftur að þjálfa íslenska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson fyrir framan ráðhúsið í Vínarborg.
Dagur Sigurðsson fyrir framan ráðhúsið í Vínarborg. Mynd/Leo Hagen
Dagur Sigurðsson vonast til þess að hann fái aftur tækifæri til þess síðar að þjálfa íslenska landsliðið í handbolta.

Dagur er landsliðsþjálfari Austurríkis þar sem hann var lengi spilandi þjálfari með A1 Bregenz í austurrísku úrvalsdeildinni. Hann tók við starfinu árið 2008, skömmu eftir að hann hafði hafnað boði um að gerast landsliðsþjálfari Íslands.

„Ég hafði það bara á tilfinningunni að ég vildi frekar taka þessu starfi," sagði Dagur spurður af hverju hann hafi kosið austurríska landsliðið fram yfir það íslenska.

„Ég vil þó einn daginn taka við starfi landsliðsþjálfara á Íslandi en mér fannst tímasetningin ekki henta mér. Þar fyrir utan er maður með 300 þúsund aðstoðarþjálfara á Íslandi þar sem hvert einasta mannbarn hefur sínar skoðanir á því hvernig skuli spila handbolta."

„Ég hefði örugglega tekið þessu tilboði ef ég hefði verið 55-60 ára gamall. Ég vona að mér bjóðist starfið einhverntímann aftur," sagði Dagur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×