Enski boltinn

Harry Redknapp: Skattavandræðin munu ekki hafa nein áhrif

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AFP

Harry Redknapp hefur ekki áhyggjur af því að skattavandræði sín komi til með að hafa áhrif á starf sitt sem stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Redknapp hefur verið kærður fyrir skattasvindl en segist vera alsaklaus.

„Þetta mál tengist ekki fótboltanum og ég hef enga ástæðu til þess að láta það trufla mig við stjórnun liðsins. Þetta mál er búið að vera í gangi síðan 2002 og er orðið frekar farsakennt," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham.

„Ég hef gefið út yfirlýsingu um málið og veit að ég hef ekki gert neitt rangt. Ég hef sagt það í langan tíma en núna er þetta bara í höndum lögfræðinga minna og ég hef ekkert meira að segja um þetta," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×