Innlent

Dorrit týnd á Indlandi - fór að versla og í heilsulind

Ólafur Ragnar og ólíkindatólið Dorrit.
Ólafur Ragnar og ólíkindatólið Dorrit.

Lögreglan Í Mumbai á Indlandi varð heldur brugðið þegar Dorrit Moussaieff hvarf í sex klukkustundir án þess að gera vart við sig. Dorrit er stödd í Indlandi ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í opinberri heimsókn vegna afhendingar Nehrud verðlaunanna sem Ólafur Ragnar fékk afhent í gær.

25 lögreglumenn voru þegar kallaðir út til þess að leita að forsetafrúnni þegar í ljós kom að hún var horfinn. Rétt áður en allsherjarleit var gerð út vegna Dorritar þá gekk hún inn á hótelið Trident, þar sem hún gistir, klyfjuð af pokum eftir verslunarferð. Þá fór hún einnig í heilsulind yfir daginn.

Það er Times of India sem greinir frá málinu en þar segir einnig að Dorrit vilji ekki mikla gæslu í kringum sig. Örfáir lögreglumenn fylgja henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×