Enski boltinn

José Mourinho reynir við Steven Gerrard í þriðja sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/AFP

Ítalska liðið Internazionale hefur mikinn áhuga á að kaupa Steven Gerrard frá Liverpool í sumar. Þetta verður þá í þriðja sinn sem José Mourinho, þjálfari Inter, reynir við enska landsliðsmiðjumanninn en Mourinho reyndi í tvígang að fá Gerrard til Chelsea á sínum tíma.

Enska blaðið The Guardian hefur eftir virtum umboðsmanni að Internazionale sé að reyna að kaupa Steven Gerrard í sumar þar sem Liverpool sé í fjárhagsvandræðum en ekki þykir þó líklegt að Liverpool sé tilbúið að missa fyrirliðann sinn.

Steven Gerrard er orðinn 30 ára gamall en hann er einn af mörgum leikmönnum Liverpool sem hefur verið langt frá sínu besta á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×