Enski boltinn

Wenger: Sol gæti komist í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir það ekki vera útilokað að Sol Campbell komist í enska landsliðið fyrir HM í sumar.

Þessi 35 ára gamli varnarmaður er búinn að skrifa undir samning við sitt gamla félag og mun spila með Arsenal til loka leiktíðar.

„Það er kannski ekki aðaltakmarkið hjá honum núna að komast í landsliðið en maður á samt aldrei að útiloka neitt," sagði Wenger.

„Þetta er ekki minn hausverkur en hvað myndir þú gera í hans stöðu? Þú myndir gefa allt sem þú ættir og vona það besta."

Campbell spilar sig ekki í enska landsliðið um helgina því hann er ekki í leikmannahópi liðsins sem mætir Bolton á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×